Kvika þjónustar viðskiptavini sína með almenna bankaþjónustu og leggur áherslu á skilvirka og hraða afgreiðslu. Bankinn býður upp á úrval innlánsreikninga sem sniðnir eru að ólíkum þörfum innlánseigenda. Þá vinnur bankinn með viðskiptavinum sínum að fjármögnun með langtímahagsmuni þeirra og bankans að leiðarljósi.
Kvika býður fyrirtækjum, stofnunum og fjárfestum upp á almenna bankaþjónustu en dagleg bankaviðskipti viðskiptavina fara að mestu fram í netbanka Kviku. Í netbankanum geta viðskiptavinir sinnt fjölbreyttum bankaviðskiptum auk þess að fylgjast með stöðu verðbréfasafna sinna. Þá býður Kvika úrval innlánsreikninga sem sniðnir eru að ólíkum þörfum innlánseigenda.
Viðskiptastjórar okkar veita nánari upplýsingar um sérbankaþjónustu
Kviku í síma 540 3200 eða kvika@kvika.is