Í kjölfar gildistöku MiFID 2 reglugerðarinnar sem fyrirhuguð er 1. maí 2021 er öllum lögaðilum skylt að vera með LEI auðkenni til að eiga viðskipti með skráða fjármálagerninga.
LEI (Legal Entity Identifier) er einskonar alþjóðleg kennitala fyrir lögaðila. LEI auðkennið er 20 stafa númer. Markmið LEI auðkennisins er að gera alþjóðlegum eftirlitsaðilum kleift að fylgjast með viðskiptum einstakra lögaðila og bæta þannig eftirlit með kerfislægri áhættu og auðvelda rannsókn á misferli tengt viðskiptum með fjármálagerninga. Frekari upplýsingar má nálgast á vef ESMA:
Fjármálaeftirlitið (FME) krefst þess að allir lögaðilar hafi LEI auðkenni til að eiga viðskipti með skráða fjármálagerninga, til dæmis hlutafélög, lífeyrissjóðir, vátryggingafélög og verðbréfa- og fjárfestingarsjóðir. Einstaklingar þurfa ekki LEI auðkenni til þess að eiga viðskipti með skráða fjármálagerninga. Ekki er gerð krafa um LEI auðkenni vegna viðskipta lögaðila með hlutdeildarskírteini í verðbréfasjóðum. Sjá fréttatilkynningu FME fyrir frekari upplýsingar.
Útgefendur skráðra fjármálagerninga þurfa að hafa LEI auðkenni, til dæmis útgefendur hluta- og skuldabréfa sem tekin hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði.
Fjármálafyrirtæki sem framkvæma viðskipti með skráða fjármálagerninga sem teknir hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði verða að vera með LEI auðkenni.
Umsókn LEI auðkennis er gerð með rafrænum hætti og er hægt að sækja um hjá fjölda fyrirtækja. Í flestum tilvikum kostar það um 100 evrur og tekur 3-7 virka daga að fá LEI auðkenni en bæði verð og tímalengd getur verið breytileg á milli útgefanda. Í upphafi er greitt upphafsgjald en sækja þarf svo um árlega og greiða árgjald.
Fjöldi fyrirtækja gefur út LEI auðkenni og má finna þau öll hér. Fyrir neðan eru dæmi um fyrirtæki:
Hægt er að leita á síðunni að LEI auðkennum eftir nafni lögaðila til að kanna hvort þegar hafi verið gefið út LEI auðkenni.
Þegar sótt er um LEI auðkenni kunna útgefendur að biðja um eftirfarandi upplýsingar:
Athugið að kröfum um upplýsingar geta verið mismunandi á milli útgefenda. Í einhverjum tilvikum þarf ekki að útvega allar ofangreindar upplýsingar og í öðrum gæti þurft að útvega frekari upplýsingar.
Þegar lögaðili hefur fengið úthlutað LEI auðkenni þarf að senda það, gildistíma þess og upplýsingar um félagið (nafn, heimilisfang og kennitölu) til Kviku eignastýringar á kvika@kvika.is eða á þinn viðskiptastjóra.