Forsíða /
Um Kviku /
Reglur og skilmálar

Reglur og skilmálar

Helstu verklagsreglur og skilmála Kviku má finna hér fyrir neðan. Mikilvægt er fyrir nýja viðskiptavini að kynna sér efni þeirra.  

Skilmálar

pdfSkilmálar netbanka

pdfSkilmálar vegna fjárfestingarþjónustu  

pdfSkilmálar um snertilausar greiðslur

pdfAlmennir viðskiptaskilmálar Kviku - gildir frá 22.03.2024

pdfAlmennir viðskiptaskilmálar Kviku - gildir frá 07.10.2024

pdfSkilmálar debetkorta - gildir frá 08.07.2021

pdfSkilmálar kreditkort - gildir frá 13.03.2021 

pdfSkilmálar Kardio kreditkorta - gildir frá 24.05.2024

pdfSkilmálar peningamarkaðslán- gildir frá 13.03.21


Innri reglur og ferlar

pdfReglur um bestu framkvæmd

pdfReglur um flokkun viðskiptamanna

pdfReglur um hæfi lykilstarfsmanna

pdfReglur um meðferð kvartana

pdfReglur um upplýsingar um viðskiptamenn

pdfReglur um viðskipti starfsmanna við Kviku

pdfStefna um ráðstafanir gegn hagsmunaárekstrum

pdfVerklagsreglur um kaup á upplýsingatækniþjónustu

Persónuvernd

pdfPersónuverndarstefna Kviku banka

Skilmálar um notkun á vefkökum



Peningaþvætti

Markmið reglna bankans um aðgerðir  gegn peningaþvætti  og  fjármögnun  hryðjuverka er  að  koma  eftir  fremsta  megni  í  veg  fyrir  að starfsemi  bankans  og  dótturfélaga  hans  verði  notuð  til  peningaþvættis  og/eða  fjármögnunar hryðjuverka. Reglunum  er  ætlað  að  sjá  til  þess  að  fullnægjandi  eftirlit  sé  með  greindum áhættuþáttum í starfsemi bankans svo hægt sé með skilvirkum hætti að draga úr þeim og stýra. 

Ríki um allan heim hafa tekið höndum saman til að koma í veg fyrir peningaþvætti og fyrirbyggja fjármögnun hryðjuverka. Fjármálafyrirtæki gegna lykilhlutverki í þessum aðgerðum og til þess að uppfylla okkar skyldur biðjum við alla okkar viðskiptavini um að fylla út áreiðanleikakönnun á rafrænu formi. Hana er að finna á kyc.kvika.is



Viðskipti með fjármálagerninga

Þann 1. september 2021 tóku gildi lög um markaði fyrir fjármálagerninga nr. 115/2021.  Með lögunum eru innleidd ákvæði tilskipunar Evrópusambandsins um markaði fyrir fjármálagerninga og MiFIR reglugerð um sama efni einu nafni jafnan nefnt MiFID 2 regluverkið. Með innleiðingu MiFID 2 regluverksins í íslenskan rétt gilda nú sömu reglur um fjárferstavernd, gagnsæi í viðskiptum og fleira sem viðkemur viðskiptum með fjármálagerninga hér á landi og annars staðar í Evrópu.

Í tilefni lagasetningarinnar hefur bankinn uppfært viðskiptaskilmála vegna verðbréfaviðskipta sem bera nú heitið Skilmálar Kviku banka hf. vegna fjárfestingarþjónustu. Þá hefur bankinn uppfært upplýsingar um flokka fjárfesta og lýsingu á eðli og áhættu fjármálagerninga auk þess sem nú eru veittar ákveðnar upplýsingar um kostnað og gjöld vegna viðskipta með fjármálagerninga.

Uppfærðar reglur um ráðstafanir gegn hagsmunaárekstrum sem taka mið af nýrri löggjöf voru samþykktar af stjórn bankans í október 2020 og uppfærð stefna um bestu framkvæmd viðskitpafyrirmæla þann 26. ágúst 2021. Öll framangreind skjöl er að finna hér fyrir neðan. Bankinn vinnur einnig að frekari uppfærslu á reglubók sinni í kjölfar lagabreytinga og mun birta ný uppfærðar reglur sem birta skal á heimasíðu jafn óðum og þær eru samþykktar af stjórn bankans. Visðskiptavinir eru eindregið hvattir til að kynna sér umrædd skjöl.

Félög með náin tengsl við Kviku banka hf. sbr. 5. gr. skilmála bankans vegna fjárfestingarþjónustu eru eftirfarandi:

  • Kvika banki hf.
  • Kvika eignastýring hf., 100% dótturfélag Kviku banka hf.
  • Akta sjóðir hf., Kvika banki hf. á 18,6% hlut í félaginu.

pdfFlokkar fjárfesta

pdfSkilmálar vegna fjárfestingarþjónustu

pdfStefna um bestu framkvæmd

pdfEiginleikar og áhætta fjármálagerninga


Eyðublöð

pdfAthugasemd vegna kortafærslu

Upplýsingar vegna FATCA

LEI auðkenni

  

Regluverk 

Kvika er fjármálafyrirtæki og starfar í samræmi við viðeigandi regluverk á sviði fjármálamarkaða sem rammar inn stjórnarhætti bankans. Helstu lög sem um starfsemi bankans gilda eru lög um hlutafélög nr. 2/1995, lög um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002, lög um markaði fyrir fjármálagerninga nr. 115/2021 og lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 140/2018.

Nánar um regluverk.

Meðferð kvartana

Kvika reynir ávallt að hafa það að leiðarljósi að starfsemi bankans sé í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti. Stór hluti þessa er að bregðast fljótt og vel við ábendingum og kvörtunum sem kunna að berast frá okkar viðskiptavinum.

Kvika hefur sett sér reglur um meðferð kvartana en tilgangur þeirra er að tryggja að ferli við úrvinnslu kvartana viðskiptavina Kviku sé sanngjarnt, gagnsætt og að úrvinnslu- og svartími mála sé eins skammur og kostur er. Þá er tilgangur reglnanna einnig að koma í veg fyrir að mistök starfsmanna bankans eða brot á lögum og reglum endurtaki sig.

pdfReglur um meðferð kvartana


Lagalegir fyrirvarar

Upplýsingar á vefsíðu Kviku banka hf. eru birtar samkvæmt bestu vitund Kviku banka hf. á hverjum tíma. Kvika banki hf. ábyrgist ekki réttmæti upplýsinganna hvort sem þær koma frá bankanum eða þriðja aðila. Upplýsingarnar kunna að breytast án fyrirvara.

Lagalegir fyrirvarar