Upplýsingaöryggisstefna Kviku
Gögn, upplýsingar, upplýsingakerfi og samskiptaleiðir Kviku banka hf. (hér eftir nefnt Kvika) skulu vera örugg, áreiðanleg, tiltæk og einungis aðgengileg þeim sem hafa til þess heimild. Stjórnun upplýsingaöryggis er nauðsynleg leið til að draga úr rekstraráhættu og lágmarka hættu á tjóni af völdum atvika sem geta haft áhrif á starfsemi fyrirtækisins eða þjónustu við viðskiptavini.
Tilgangur
Upplýsingaöryggisstefna Kviku styður við samfelldan rekstur og þjónustu, lágmarkar þannig rekstaráhættu og hámarkar öryggi verðmæta í eigu og umsjón Kviku.
Markmið
Kvika veitir viðskiptavinum sínum örugga og trausta þjónustu með því að:
Umfang
Upplýsingaöryggisstefnan er bindandi fyrir alla starfsmenn Kviku og þá sem veita fyrirtækinu þjónustu. Stefnan nær einnig til reksturs og aðstöðu sem eru í eigu og í umsjá fyrirtækisins eins og skilgreint er í staðhæfi um vottun.
Ábyrgð og framkvæmd
Stjórn ber ábyrgð á að upplýsingaöryggisstefnunni sé framfylgt með því að setja markmið og reglur og tryggja viðeigandi ráðstafanir til að framfylgja þeim. Stefnan felur í sér skuldbindingu um stöðugar umbætur í stjórnun upplýsingaöryggis. Stjórn getur falið rekstrarnefnd eða upplýsingaöryggisnefnd eftirfylgni með tilteknum verkefnum sem varða upplýsingaöryggi. Allir starfsmenn, verktakar og þjónustuaðilar eru skuldbundnir til að vernda gögn og upplýsingakerfi gegn óheimilum aðgangi, notkun, breytingum, uppljóstrun, eyðileggingu, glötun eða flutningi. Starfsmönnum og þjónustuaðilum, núverandi og fyrrverandi, er óheimilt að veita upplýsingar um innri mál fyrirtækisins, viðskiptavina þess eða annarra starfsmanna. Aðilar sem brjóta gegn upplýsingaöryggisstefnu Kviku eiga yfir höfði sér áminningu í starfi, uppsögn eða að beitt verði viðeigandi lagalegum ráðstöfunum allt eftir eðli og umfangi brots.