Forsíða /
Um Kviku /
Mannauður /
Störf í boði hjá Kviku banka

Störf í boði hjá Kviku banka

Sérfræðingur í innri endurskoðun

Kvika banki leitar eftir sérfræðingi í innri endurskoðun. Deildin tekst á við margvísleg verkefni sem snúa að því að veita óháð og hlutlægt álit og ráðgjöf varðandi starfsemi bankans á samstæðugrundvelli og stuðla þannig að auknum árangri og bættum rekstri. 

Starfið er fjölbreytt og krefjandi og viðkomandi þarf því að vera skipulagður, metnaðarfullur og jákvæður auk þess að búa yfir reynslu og þekkingu úr innri endurskoðun.

Helstu verkefni og ábyrgð 

  • Taka þátt í að skipuleggja starfsemi innri endurskoðunar 
  • Taka þátt í greiningu á upplýsingaumhverfi samstæðunnar 
  • Hafa yfirsýn yfir eftirlitsþætti með hliðsjón af gildandi réttarheimildum, stöðlum innri endurskoðunar og útgefnum ferlum samstæðunnar 
  • Meta hvort innra eftirlit í daglegri starfsemi á samstæðugrunni sé fullnægjandi 
  • Stuðla að skilvirku eftirlitsumhverfi í samvinnu við stjórnendur 
  • Undirbúningur og framkvæmd úttekta, skýrslugjöf og eftirfylgni með athugasemdum
  • Önnur tilfallandi verkefni 

Menntunar – og hæfniskröfur 

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi 
  • CIA og/eða CISA eða sambærilegar fagvottanir eru kostur  
  • Þekking og reynsla af upplýsingatækni og gæðastarfi eru kostur 
  • Rík greiningarhæfni 
  • Rík samskiptahæfni 
  • Góðir skipulagseiginleikar
  • Sjálfstæði, frumkvæði og metnaður í starfi
  • Góð íslensku- og enskukunnátta 

Kvika er öflugur banki með mikla áherslu á nýsköpun og stafrænt vöruframboð. Starfsumhverfið einkennist af samvinnu og liðsheild, með áherslu á frumkvæði starfsfólks og tækifæri til að starfa með fjölbreyttum hópi sérfræðinga með víðtæka reynslu. 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hugrún Sif Harðardóttir, forstöðumaður innri endurskoðunar, hugrun.sif.hardardottir@kvika.is 

Umsóknarfrestur er til og með 11. september

Sækja um

Netsérfræðingur

Kvika banki leitar að netsérfræðingi í rekstri net- og netöryggiskerfa til að starfa í rekstrar teymi á upplýsingatæknisviði bankans. Teymið vinnur að fjölbreyttum verkefnum þvert á samstæðu og býr yfir mikilli reynslu. Viðkomandi þarf að vera lausnamiðaður, viljugur til að læra og vera tilbúin að setja sig inn í tæknilega flókin mál.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Almennur rekstur á netkerfum samstæðunnar
  • Hönnun og uppsetning netkerfa
  • Þátttaka í hönnun net- og öryggislausna
  • Umsjón með netöryggislausnum

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun og/eða viðeigandi starfsreynsla sem nýtist í starfi
  • Reynsla af rekstri netkerfa og netöryggislausna er skilyrði
  • Áhugi og drifkraftur til að takast á við stór og krefjandi verkefni
  • Sjálfstæði og vönduð vinnubrögð
  • Færni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu

Kvika er öflugur banki með mikla áherslu á nýsköpun og stafrænt vöruframboð. Starfsumhverfið einkennist af samvinnu og liðsheild, með áherslu á frumkvæði starfsfólks og tækifæri til að starfa með fjölbreyttum hópi sérfræðinga með víðtæka reynslu.

Kvika leitast við að auka fjölbreytileika meðal starfsfólks og hvetur öll áhugasöm, óháð kyni, til að sækja um.

Nánari upplýsingar veitir Hlynur Guðmundsson, forstöðmaður upplýsingatæknireksturs, hlynur.gudmundsson@kvika.is.

Umsóknarfrestur er til og með 11. september

Sækja um

Sjóðstjóri

Kvika eignastýring leitar að tveimur öflugum starfsmönnum. Annars vegar sjóðstjóra blandaðra sjóða ásamt öðrum sérhæfðum sjóðum og hins vegar sérfræðingi í sjóðastýringu sem vinnur náið með sjóðstjórum. Við óskum eftir metnaðarfullum einstaklingum með góða samskiptahæfni og reynslu af sambærilegu starfi.

Menntunar- og hæfniskröfur:  

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Próf í verðbréfamiðlun (krafa í starf sjóðstjóra)
  • Þekking og reynsla á SQL er kostur 
  • Framúrskarandi greiningarhæfni og gott vald á úrvinnslu talna og gagna 
  • Góð hæfni í framsetningu gagna 
  • Sjálfstæð, nákvæm og öguð vinnubrögð  
  • Góð skipulagshæfni og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum  
  • Metnaður og vilji til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni  

 

Helstu verkefni og ábyrgð:  

  • Greiningar og eftirfylgni með fjárfestingum 
  • Undirbúningur og utanumhald fjárfestinga 
  • Gagnavinnsla og greining gagna  
  • Skýrslugjöf til stjórnenda og stjórnar 
  • Upplýsingagjöf til fjárfesta 
  • Aðkoma að uppgjörum og ársreikningum sjóða 
  • Aðstoð við skjalagerð vegna fjárfestinga 

Kvika eignastýring er leiðandi í eignastýringu og fjárfestingastarfsemi hér á landi með um 470 milljarða í stýringu. Félagið veitir alhliða fjármálaþjónustu með áherslu á árangur og langtímahagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi. Lögð er áhersla á að veita viðskiptavinum breitt þjónustuframboð til þess að fjárfesta innanlands sem og á erlendum mörkuðum.

Meðal þjónustuframboðs má nefna einkabankaþjónustu, sjóðastýringu, framtakssjóði og fjárfestingarráðgjöf ásamt persónulegri þjónustu frá sérfræðingum okkar. 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Jónas R. Gunnarsson, forstöðumaður sjóðastýringar, jonasg@kvikaeignastyring.is

Umsóknarfrestur er til og með 8. september 2024.

Sækja um

Almenn umsókn

Kvika er öflugur banki sem stuðlar að umbreytingu og samkeppni á fjármálamarkaði. Gildi Kviku eru: hugrekki, einfaldleiki og langtímahugsun. Við leggjum mikið upp úr upplifun viðskiptavina, nýsköpun og stafrænu vöruframboði. Á meðal vörumerkja samstæðunnar eru Kvika, Kvika eignastýring, TM, Lykill, Auður, Netgíró, Straumur og Aur. Kvika er árangursdrifið og metnaðarfullt fyrirtæki þar sem starfsfólk virðir og styður hvort annað.

Sækja um