Kvika er öflugur banki sem stuðlar að umbreytingu og samkeppni á fjármálamarkaði. Gildi Kviku eru: hugrekki, einfaldleiki og langtímahugsun. Við leggjum mikið upp úr upplifun viðskiptavina, nýsköpun og stafrænu vöruframboði. Á meðal vörumerkja samstæðunnar eru Kvika, Kvika eignastýring, TM, Lykill, Auður, Netgíró, Straumur og Aur. Kvika er árangursdrifið og metnaðarfullt fyrirtæki þar sem starfsfólk virðir og styður hvort annað.