Við viljum að bankinn sé eftirsóknarverður vinnustaður þar sem allt starfsfólk hefur jöfn tækifæri. Vinnuumhverfi okkar einkennist af sveigjanleika, góðri stjórnun, samvinnu og liðsheild, frumkvæði starfsfólks, jöfnum tækifærum, trausti og heilsusamlegu og jákvæðu umhverfi.
Við leggjum áherslu á að tryggja fagmennsku í öllu því sem við tökum okkur fyrir hendur og að allar ákvarðanir taki mið af gildi bankans um langtímahugsun. Þá er lögð áhersla á að virða almenn mannréttindi í starfseminni og uppfyllir Kvika þær kröfur sem gerðar eru í lögum til verndar mannréttindum.
Kvika hefur sett sér mannauðs-, jafnréttis- og heilsustefnu þar sem fram kemur að við ákvörðun launa skuli tryggja að ekki sé mismunað eftir kynferði, kynþætti, þjóðerni, trú, aldri eða öðrum ómálefnalegum þáttum. Konum og körlum skulu greidd jöfn laun og skulu þau njóta sömu kjara fyrir sömu og jafnverðmæt störf. Í framhaldi af því hefur Kvika komið upp, skjalfest og innleitt jafnlaunakerfi og hefur hlotið jafnlaunavottun.
Samstæða Kviku og dótturfélaga leggur áherslu á að félög samstæðunnar hafi á að skipa hæfu, framsæknu og árangursdrifnu starfsfólki með faglegan metnað og sé ávallt í fremsta flokki á sínu sviði.
Jafnréttisstefnu Kviku og dótturfélaga er ætlað að tryggja starfsfólki jöfn tækifæri og er hún unnin í samræmi við þau lög og reglugerðir sem fjalla um jafna stöðu og jafnan rétt, óháð kyni, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund eða hverskonar ómálefnalegum þáttum.
Samstæða Kviku og dótturfélaga vill leggja sitt af mörkum til að stuðla að betra jafnvægi milli vinnu og einkalífs starfsfólks með auknum sveigjanleika sem fjarvinna býður upp á.
Upplýsingaöryggisstefna Kviku styður við samfelldan rekstur og þjónustu, lágmarkar þannig rekstaráhættu og hámarkar öryggi verðmæta í eigu og umsjón Kviku.
Laus störf hjá Kviku
Nánari upplýsingar um stefnu og starfsemi Kviku