Þann 1. mars 2023 tóku í gildi lög um greiðslureikninga.
Lögin tryggja að neytendur, sem hafa lögmæta búsetu á Evrópska efnahagssvæðinu, eiga rétt á að stofna og nota almennan greiðslureikning með grunneiginleikum hjá lánastofnun. Þá verður neytendum auðveldað að skipta um greiðslureikning, þ.e. flutning greiðslureikninga frá einum greiðsluþjónustuveitanda til annars greiðsluþjónustuveitanda.
Neytendur geta óskað eftir skiptiþjónustu hjá Kviku banka með því að senda beiðni á netfangið thjonusta@kvika.is
Skiptiþjónusta er gjaldfrjáls.
Ef þú óskar eftir að færa greiðslureikning þinn til Kviku banka þarf bankinn að byrja á því að afla samþykkis frá þér varðandi upplýsingaöflun vegna skiptiþjónustu.
Innan tveggja viðskiptadaga frá samþykki þínu, mun Kvika fara fram á það við fráfarandi greiðsluþjónustuveitanda að hann annist ákveðin verkefni sem þú tilgreinir í þínu samþykki á þeim degi sem þú tilgreinir. Skiptidagur getur í fyrsta lagi verið tólf (12) virkir dagar eftir dagsetningu samþykkis neytanda.
Þegar fráfarandi greiðsluþjónustuveitandi hefur afhent umbeðnar upplýsingar, mun Kvika banki, innan fimm viðskiptadaga frá móttöku upplýsinganna, gera eftirfarandi, sé þess óskað:
Þegar Kvika banki hefur móttekið beiðni frá viðtakanda greiðsluþjónustuveitanda mun hann annast þau verkefni, sem óskað er eftir, innan fimm viðskiptadaga:
Hér er að finna leiðbeiningar til að koma á framfæri kvörtunum. Jafnframt getur neytandi borið ágreining um skiptiþjónustu undir úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki.