15. október 2024

Kvika banki breytir vöxtum

Í kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabanka Íslands þann 2. október sl. lækkar Kvika banki vexti. Seðlabankinn lækkaði meginvexti um 0,25%.

Ný vaxtatafla tekur gildi þriðjudaginn 15.10.2024.

 

Helstu breytingar eru eftirfarandi:

  • Vextir á óverðtryggðum innlánum lækka um 0,25%
  • Vextir á yfirdráttarlánum og greiðsludreifingum lækka um 0,25%
  • Vextir á reikningum í erlendum myntum lækka um allt að 0,69%, mismunandi eftir myntum og þeim breytingum sem hafa átt sér stað á stýrivöxtum og markaðsvöxtum viðkomandi myntar

 

Breytingar á vöxtum greiðslureikninga sem falla undir lög um greiðsluþjónustu taka gildi að tveimur mánuðum liðnum í samræmi við 7. kafla almennra viðskiptaskilmála Kviku og 2. mgr. 56. gr. laga nr. 114/2021 um greiðsluþjónustu.

pdfVaxtatafla Kviku banka

Til baka