25. júní 2024

Kvika birtir skýrslu um fjármagnaða losun gróðurhúsalofttegunda frá lánum og fjárfestingum.

Kvika birti í dag skýrslu um fjármagnaða losun gróðurhúsalofttegunda frá lánum og fjárfestingum en árið 2022 gerðist Kvika aðili að PCAF, sem er alþjóðlegt samstarfsverkefni fjármálafyrirtækja.  Þetta er í fyrsta sinn sem Kvika birtir slíka skýrslu en verkefnið gengur út á að þróa og innleiða samræmda nálgun við að meta og upplýsa um losun gróðurhúsalofttegunda sem fjármálafyrirtækin fjármagna með lánum og fjárfestingum, oft kallað fjármögnuð losun.

Kvika hefur um skeið birt upplýsingar um kolefnisspor af eigin starfsemi en hefur nú í annað sinn reiknað áætlaða fjármagnaða losun með aðferðafræði PCAF og birtir nú í fyrsta sinn skýrslu með þeim niðurstöðum, sem ná til efnahagsreiknings Kviku fyrir árin 2021 og 2022.

Fjármögnuð losun er stór hluti umhverfisáhrifa fjármálafyrirtækja og er greiningin því mikilvægt skref til að þekkja til og ná utan um óbeina losun samstæðunnar vegna útlána og fjárfestinga sem er undirstöðuatriði fyrir frekari markmiðasetningu og tækifærasköpun. Þessi áfangi markar mikilvægt skref í vegferð Kviku í átt að auknu gagnsæi og ábyrgð í umhverfisáhrifum starfseminnar.

pdfSkýrsla um fjármagnaða losun gróðurhúsalofttegunda

Til baka