08. maí 2024
FrumkvöðlaAuður hefur opnað fyrir umsóknir um styrki en sjóðurinn hefur það meginmarkmið að hvetja og styrkja ungar konur til frumkvæðis og athafna.
Sjóðurinn er sjálfseignarstofnun sem stofnaður var árið 2009 en síðan sjóðurinn tók til starfa hafa fjölmörg verðug verkefni hlotið viðurkenningu og styrk.
Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir og er umsóknarfrestur til og með 1. júní næstkomandi.
Stjórn sjóðsins veitir svo styrki á kvenréttindadaginn, 19. júní.
Árið 2023 hlutu eftirtalin verkefni styrki:
ADA konur
ADA konur er vettvangur á Instagram og Tik Tok þar sem kvenfyrirmyndir í hugbúnaðargeiranum sýna frá sér, sínu starfi og svara spurningum fylgjenda. Markmiðið er að gera kvenfyrirmyndir í geiranum sýnilegri.
Álvit
Verkefnið gengur út á að fullþróa nýjan umhverfisvænan kragasalla til að vernda járngaffla rafgreiningakera álvera til að nýta betur rafskaut álvera og minnka skautleifar.
Dóttir Skin
Dóttir Skin eru húðvörur hannaðar fyrir íþróttafólk. Fyrsta íslenska vatns og svitafælina andlitssólavörnin hönnuð fyrir íþróttafólk er væntanlega á markað fljótlega. Afrekskonurnar Annie Mist og Katrín Tanja eru meðal stofnanda Dóttir Skin.
Iðunn H2
Iðunn H2 sérhæfir sig í að nýta vetni í orkuskiptin þar sem rafmagn eitt og sér dugar ekki til. Iðunn H2 er að þróa vinnslu á sjálfbæru þotueldsneyti í Helguvík, þar sem innlendir og endurnýjanlegir orkugjafar eru nýttir til að framleiða eldsneyti til íblöndunar við hefðbundið þotueldsneyti.
On to Something
OtS er viðskiptavettvangur sem eflir úrgangsforvarnir og þjónustar hringrásarhagkerfið þar sem afgangs og hliðarafurðir verða auðlindir. OtS er í senn upplýsinga- og gagnaveita og uppboðs- og útboðsmarkaður.