07. ágúst 2024

Breytingar á almennum viðskiptaskilmálum Kviku

Við vekjum athygli á nýjum almennum viðskiptaskilmálum bankans, sem finna má á www.kvika.is, og taka gildi að liðnum tveimur mánuðum frá tilkynningu þessari, eða þann 7. október 2024, í samræmi við 2. gr. almennra viðskiptaskilmála Kviku og 1. mgr. 56. gr. laga um greiðsluþjónustu.

Ef viðskiptavinir tilkynna bankanum ekki um annað, fyrir gildistöku breytinganna, teljast þeir hafa samþykkt breytingarnar. Vinsamlega athugið að viðskiptavinur getur sagt upp almennum viðskiptaskilmálum Kviku og reikningnum, áður en fyrirhugaðar breytingar taka gildi og án gjaldtöku af hálfu bankans.

Nánari upplýsingar um uppsögn er að finna í 14. gr. almennra viðskiptaskilmála Kviku á www.kvika.is.

Til baka