Á stjórnarfundi þann 14. ágúst 2024 samþykktu stjórn og forstjóri árshlutauppgjör samstæðu Kviku banka hf. („Kvika“) fyrir annan ársfjórðung og fyrstu sex mánuði ársins 2024.
Í árshlutareikningi samstæðu Kviku fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2024 er tryggingafélagið TM tryggingar hf. („TM“) flokkað sem eign haldið til sölu. Þar af leiðandi og í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla færir samstæðan tekjur af starfsemi TM í einni línu í rekstrarreikningi sem hagnað eftir skatta af aflagðri starfsemi. Samanburðartölur við rekstur ársins 2023 hafa verið uppfærðar til samræmis.
Helstu atriði í afkomu annars ársfjórðungs (2F 2024)
- Hagnaður samstæðunnar í heild eftir skatta nam 1.256 m.kr. á 2F 2024, samanborið við 745 m.kr. á 2F 2023 og hækkar um 69%.
- Hagnaður fyrir skatta af áframhaldandi starfsemi nam 1.189 milljónum króna, samanborið við 1.517 m.kr. á 2F 2023 og lækkar því um 22%.
- Hreinar vaxtatekjur námu 2.428 m.kr. á 2F 2024, samanborið við 1.856 m.kr. á 2F 2023 og hækkuðu því um 31% frá fyrra ári.
- Vaxtamunur var 3,8% á 2F 2024, samanborið við 3,4% á 2F 2023.
- Hreinar þóknanatekjur voru 1.351 m.kr. á 2F 2024, samanborið við 1.526 m.kr. á 2F 2023 og lækkuðu því um 11% frá fyrra ári.
- Aðrar rekstrartekjur námu 217 milljónum króna á 2F 2024, samanborið við 954 m.kr. á 2F 2023. Fjárfestingartekjur á 2F 2023 vegna endurmats á eignarhlut í Kerecis námu 899 milljónum króna.
- Rekstrarkostnaður nam 2.733 milljónum króna á 2F 2024, samanborið við 2.738 milljónir króna á 2F 2023 og stendur nærri í stað á milli ára.
- Arðsemi efnislegs eigin fjár (RoTE) fyrir skatta af áframhaldandi starfsemi var 14,6%.
- Hagnaður á hlut nam 0,27 kr. á 2F 2024, samanborið við 0,15 kr. á 2F 2023.
Afkoma af eignum haldið til sölu:
- Afkoma eigna haldið til sölu eftir skatta, sem samanstendur eingöngu af rekstri dótturfélagsins TM, er samandregin í einni línu í rekstrareikningi og nam 480 milljónum króna á 2F 2024, samanborið við 319 m.kr. tap á 2F 2023.
- Samsett hlutfall trygginga nam 101,5%, samanborið við 95,3% á öðrum ársfjórðungi 2023. Sé leiðrétt fyrir einskiptisáhrifum af bruna í Kringlunni í sumar hefði samsett hlutfall trygginga verið 94,1% á tímabilinu.
Helstu atriði efnahags:
- Innlán frá viðskiptavinum námu 149 milljörðum króna, samanborið við 134 ma.kr. í lok árs 2023 og jukust um 12% á tímabilinu.
- Útlán til viðskiptavina voru 147 milljarðar króna, samanborið við 136 ma.kr. í lok árs 2023 og jukust um 8% á tímabilinu.
- Heildareignir námu 359 milljarði króna, samanborið við 335 ma.kr. í lok árs 2023.
- Eigið fé samstæðunnar var 84 milljarðar króna í lok tímabilsins, samanborið við 82 ma.kr. í lok árs 2023.
- Eiginfjárhlutfall samstæðunnar (CAR) var 22,1%, samanborið við 22,6% í lok árs 2023 og var gjaldþolshlutfall fjármálasamsteypunnar 1,20 í lok tímabilsins.
- Heildar lausafjárþekjuhlutfall (LCR) samstæðunnar var 475%, samanborið við 247% í lok árs 2023.
- Heildareignir í stýringu námu 480 milljörðum króna, samanborið við 470 ma.kr. í lok árs 2023.
Helstu atriði fyrri árshelmings 2024:
- Hagnaður samstæðunnar í heild eftir skatta nam 2.340 milljónum króna, samanborið við 1.912 m.kr. á sama tímabili árið 2023 og hækkar um 22% frá árinu áður.
- Hagnaður fyrir skatta af áframhaldandi starfsemi nam 2.404 milljónum króna, samanborið við 2.412 m.kr. á sama tímabili árið 2023 og lækkar því um 0,3% frá árinu áður.
- Hreinar vaxtatekjur námu 4.754 milljónum króna, samanborið við 3.841 m.kr. á sama tímabili árið 2023 og hækkuðu um 24% frá fyrra ári.
- Vaxtamunur var 3,8% á fyrstu sex mánuðum ársins 2024.
- Hreinar þóknanatekjur námu 2.984 milljónum króna, samanborið við 3.015 m.kr. á sama tímabili árið 2023 og lækkuðu um 1% frá fyrra ári.
- Aðrar rekstrartekjur námu 326 milljónum króna, samanborið við 969 m.kr. á sama tímabili árið 2023. Fjárfestingartekjur á 6M 2023 vegna endurmats á eignarhlut í Kerecis námu 899 milljónum króna.
- Rekstrarkostnaður nam 5.399 milljónum króna á, samanborið við 5.373 milljónir króna á sama tímabili árið 2023 og stendur nærri í stað á milli ára.
- Arðsemi efnislegs eigin fjár (RoTE) fyrir skatta af áframhaldandi starfsemi nam 15,4% á fyrstu sex mánuðum ársins 2024.
- Hagnaður á hlut nam 0,49 kr. á fyrstu sex mánuðum ársins 2024, samanborið við 0,40 kr. á sama tímabili árið 2023.
- Aðrar rekstrartekjur námu 326 milljónum króna, samanborið við 969 m.kr. á sama tímabili árið 2023.
Afkoma af eignum haldið til sölu:
- Afkoma eigna haldið til sölu eftir skatta, sem samanstendur eingöngu af rekstri dótturfélagsins TM tryggingar, er samandregin í einni línu í rekstrareikningi og nam 576 milljónum króna á tímabilinu, samanborið við 109 m.kr. á sama tímabili árið 2023.
- Samsett hlutfall trygginga nam 101,2%, samanborið við 97,5% á sama tímabili árið 2023. Sé leiðrétt fyrir einskiptisáhrifum af bruna í Kringlunni í sumar hefði samsett hlutfall trygginga verið 97,2% á tímabilinu.
Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku:
„Rekstur bankans á fjórðungnum gekk mjög vel og það er ánægjulegt að sjá afrakstur þeirra aðgerða sem ráðist hefur verið í á undanförnum fjórðungum skila sér í mjög öflugum grunnrekstri en afkoma áframhaldandi starfsemi, að fjárfestingartekjum undanskildum, eykst um 409 milljónir milli ára.
Vaxtatekjur halda áfram að aukast og skapa sterkan tekjugrunn þvert á samstæðuna. Aukning vaxtatekna miðað við sama fjórðung árið 2023 nemur 572 milljónum króna og jafngildir breytingin nálega 2.300 milljónum króna á ársgrundvelli.
Á sama tíma hefur tekist að halda rekstrarkostnaði nánast óbreyttum frá sama fjórðungi árið 2023, þrátt fyrir mikla verðbólgu og launahækkanir á tímabilinu. Starfsmönnum hefur fækkað um tæplega 40 og dregið hefur verið úr öðrum kostnaði samhliða.
Þóknanatekjur gáfu eftir miðað við sama fjórðung í fyrra, sem endurspeglar krefjandi markaðsaðstæður. Tekjur af kortum og greiðsluþjónustu hafa jákvæð áhrif og aukast á milli tímabila. Þóknanamyndun í verðbréfamiðlun, fyrirtækjaráðgjöf og eignastýringu er nokkuð undir væntingum vegna minni veltu og umsvifa á markaði. Við höfum væntingar til þess að sú þróun muni snúa við þegar þess sjást skýr merki að vaxtalækkunarferli Seðlabankans sé að hefjast.
Rekstur TM batnaði umtalsvert milli ára vegna aukinna fjárfestingartekna. Tryggingarekstur félagsins gengur almennt vel, en tjón vegna bruna í Kringlunni í sumar gerði það að verkum að samsett hlutfall félagsins var hærra en á sama tíma í fyrra.
Fjárhagslegur styrkleiki bankans er áfram mikill, eiginfjárhlutfall hátt og lausafjárstaðan mjög sterk. Innstæður halda áfram að aukast og bankinn fór í vel heppnað skuldabréfaútboð á Norðurlöndum í fjórðungnum þar sem kjörin voru umtalsvert betri en við höfum séð síðastliðin tvö ár.
Það er ljóst að allar forsendur eru til staðar til þess að nýta þá sterku eiginfjárstöðu sem myndast í kjölfar sölunnar á TM til að styrkja enn frekar þjónustu og vöruframboð til viðskiptavina bankans, auka útlánagetu og auka þannig arðsemi hans til framtíðar.“
Kynningarfundur og fjárfestakynning
Kynningarfundur fyrir hluthafa og markaðsaðila verður haldinn fimmtudaginn 15. ágúst kl. 08.30 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð í Katrínartúni 2, 105 Reykjavík. Fundinum verður jafnframt streymt á íslensku.
Horfa á streymi