Fréttir

2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015

22. nóvember 2024

Kvika banki breytir vöxtum

Í kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabanka Íslands þann 20. nóvember sl. lækkar Kvika banki vexti.

07. nóvember 2024

Fjárfestadagur Kviku – Kynning og beint streymi

Á fjárfestadeginum munu Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, og stjórnendur kynna stefnu og áherslur bankans í kjölfar væntrar sölu á TM tryggingum hf. Farið verður yfir helstu atriði uppgjörs fyrir þriðja ársfjórðung 2024 auk þess sem aðalhagfræðingur bankans mun fjalla um þróun og efnahagshorfur á Íslandi og í Bretlandi. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi á vef Kviku.

06. nóvember 2024

Kvika birtir níu mánaða uppgjör

Hagnaður fyrir skatta af áframhaldandi starfsemi nam 1.813 milljónum króna, samanborið við 234 m.kr. á 3F 2023 og eykst um 1.579 m.kr.

01. nóvember 2024

Yfir 400 fyrirtæki komin í viðskipti við Auði og 2 milljarðar í innlán

Nýjum fyrirtækjareikningum Auðar, sem bjóða hæstu vexti á óbundnum innlánsreikningum óháð upphæð, hefur verið vel tekið. Eftir aðeins fjórar vikur frá opnun hafa yfir 400 fyrirtæki stofnað nýja reikninga og er staða innlána komin yfir 2 milljarða króna.

15. október 2024

Kvika banki breytir vöxtum

Í kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabanka Íslands þann 2. október sl. lækkar Kvika banki vexti.

02. október 2024

Hvatningarsjóður Kviku úthlutar styrkjum

Hvatningarsjóður Kviku hefur haft það hlutverk að hvetja og styrkja ungt fólk til iðn- og kennaranáms og er markmið sjóðsins að efla umræðu og vitund um mikilvægi iðn- og kennaranáms og þýðingu starfa sem því tengjast fyrir íslenskt atvinnulíf.

25. september 2024

AUÐUR býður nýja fyrirtækjareikninga með hæstu vöxtum

Frá og með deginum í dag býður Auður fyrirtækjum 8% vexti, óháð innlánsupphæð, á óbundnum og óverðtryggðum sparnaðarreikningum, sem eru hæstu vextir á sambærilegum reikningum sem eru í boði á markaðnum í dag fyrir fyrirtæki.

06. september 2024

Auður hlýtur viðurkenningu Sjálfbærniássins 2024

Alls hlutu 16 fyrirtæki viðurkenningu þegar Sjálfbærniásinn 2024 var kynntur til sögunnar við hátíðlega athöfn í Háskólanum í Reykjavík þann 4. september.

27. ágúst 2024

Guðmundur Þórðarson ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar

Guðmundur mun leiða viðskiptatengsl Kviku samstæðunnar auk þess að samræma markaðssókn tekjusviða bankans. Þá mun hann koma að þróun nýrra afurða og þjónustu í samvinnu við önnur svið bankans.

14. ágúst 2024

Kvika birtir sex mánaða uppgjör.

Hagnaður samstæðunnar í heild eftir skatta nam 1.256 m.kr. á 2F 2024, samanborið við 745 m.kr. á 2F 2023 og hækkar um 69%.

07. ágúst 2024

Breytingar á almennum viðskiptaskilmálum Kviku

Við vekjum athygli á nýjum almennum viðskiptaskilmálum bankans, sem finna má á www.kvika.is og taka gildi að liðnum tveimur mánuðum frá tilkynningu þessari, eða þann 7. október 2024

25. júní 2024

Kvika birtir skýrslu um fjármagnaða losun gróðurhúsalofttegunda frá lánum og fjárfestingum.

Fjármögnuð losun er stór hluti umhverfisáhrifa fjármálafyrirtækja og er greiningin því mikilvægt skref til að þekkja til og ná utan um óbeina losun samstæðunnar vegna útlána og fjárfestinga sem er undirstöðuatriði fyrir frekari markmiðasetningu og tækifærasköpun.

20. júní 2024

FrumkvöðlaAuður úthlutar styrkjum til kvenna

Megin markmið sjóðsins er að hvetja konur til frumkvæðis og athafna og í ár bárust sjóðnum yfir 60 umsóknir.

08. maí 2024

FrumkvöðlaAuður hefur opnað fyrir umsóknir

FrumkvöðlaAuður hefur opnað fyrir umsóknir um styrki en sjóðurinn hefur það meginmarkmið að hvetja og styrkja ungar konur til frumkvæðis og athafna. Stjórn sjóðsins veitir svo styrki á kvenréttindadaginn, 19. Júní.

02. maí 2024

Kvika birtir þriggja mánaða uppgjör.

Hagnaður fyrir skatta, án afkomu TM, nam 1.215 milljónum króna, samanborið við 895 m.kr. á sama tímabili árið 2023 og hækkar því um 36% frá árinu áður.

02. maí 2024

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Hvatningarsjóði Kviku

Markmið Hvatningarsjóðsins er að efla umræðu og vitund um mikilvægi iðn- og kennaranáms og þýðingu starfa sem því tengjast fyrir íslenskt atvinnulíf. Öll þau sem hafa þegar hafið, eða hyggjast hefja á komandi vetri, kennaranám eða nám í löggiltum iðngreinum geta sótt um styrk.

19. mars 2024

Hugrún Sif Harðardóttir ráðin innri endurskoðandi Kviku

Hugrún Sif Harðardóttir hefur verið ráðin innri endurskoðandi Kviku banka hf. af stjórn bankans og hefur nú þegar hafið störf. Hugrún hefur starfað á fjármálamarkaði í um 15 ár og býr yfir umfangsmikilli og langri reynslu af störfum við innri endurskoðun, rekstraráhættu og straumlínustjórnun.

17. mars 2024

Kvika gengur að kauptilboði Landsbankans í TM tryggingar

Eftir að hafa metið tilboðin með ráðgjöfum sínum hefur stjórn Kviku ákveðið að taka tilboði Landsbankans hf. með það að markmiði að ljúka endanlegri áreiðanleikakönnun og undirrita kaupsamning milli bankanna um kaup og sölu 100% hlutafjár TM eins fljótt og auðið er, með hefðbundnum fyrirvörum, s.s. samþykki Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands og Samkeppniseftirlitsins.

13. mars 2024

Kvika viðheldur framúrskarandi einkunn í UFS mati Reitunar

Bankinn hlaut 87 stig af 100 mögulegum og viðheldur því framúrskarandi einkunn í flokki A3. Bankinn er vel fyrir ofan meðaltal í öllum flokkum í samanburði við aðra innlenda útgefendur sem hafa farið í gegnum UFS greiningu hjá Reitun, sem eru um 40 talsins en meðaltal markaðarins er 72 stig af 100 mögulegum.

12. mars 2024

Yfir 100 milljarðar í innlánum Auðar á 5 ára afmælinu

Staða innlána Auðar, fjármálaþjónustu Kviku, hefur nú náð 100 milljörðum króna og hefur hún aukist um 70 milljarða síðustu tvö ár. Þá hefur viðskiptavinum Auðar fjölgað töluvert en í dag eru þeir orðnir um 45 þúsund.

06. mars 2024

Kvika uppfærir græna fjármálaumgjörð

Uppfærsla rammans var unnin í samvinnu við sjálfbærnisérfræðinga frá Swedbank. Þá hlaut uppfærður rammi jákvætt ytra álit frá alþjóðlega úttektaraðilanum Sustainalytics en sá aðili vottaði einnig fyrri ramma bankans árið 2021.

01. mars 2024

Sjálfbærniskýrsla Kviku

Þetta er í þriðja sinn sem Kvika gefur út sjálfbærniskýrslu en skýrslan er gefin út samhliða ársreikningi Kviku og dótturfélaga. Í skýrslunni er farið yfir árangur félagsins í málefnum sem snerta sjálfbærni. Úthlutunar- og áhrifaskýrsla bankans er gefin út sem hluti af sjálfbærniskýrslu Kviku þar sem gerð eru skil á grænum skuldbindingum samkvæmt grænni fjármálaumgjörð bankans.

26. febrúar 2024

Halldór Þór Snæland framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kviku

Halldór Þór Snæland hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kviku og tekur sæti í framkvæmdastjórn bankans. Á meðal vörumerkja sem heyra undir viðskiptabankasviðið eru Auður, Aur, Lykill, Netgíró og Straumur.

15. febrúar 2024

Ársreikningur Kviku banka 2023 og afkoma á fjórða ársfjórðungi

Á stjórnarfundi þann 15. febrúar 2024 samþykktu stjórn og forstjóri ársreikning samstæðu Kviku banka hf. („Kvika“) fyrir árið 2023.

18. janúar 2024

Hafsteinn Hauksson aðalhagfræðingur Kviku.

Hafsteinn á að baki áralanga reynslu af alþjóðlegum fjármálamarkaði, en hann hefur starfað við greiningar í fjárfestingateymi Lundúnaskrifstofu Kviku frá árinu 2019 og hefur vakið verðskuldaða athygli sem álitsgjafi á alþjóðlegri efnahagsþróun undanfarin ár.

04. janúar 2024

Vísitölur Kviku í desember 2023

Gengi hlutabréfavísitölu Kviku, KVIKAEQI, hækkaði mest allra vísitalna Kviku í mánuðinum en vísitalan hækkaði um 11,2% á milli mánaða.